11.12.2009 | 20:32
Mikið er nú gott að einhver er að græða.
Þessir fjármálasnillingar hjá Stoðum hafa komið fólki á óvart með því að græða, mitt í þeirri kreppu sem heimurinn er í, 350 milljarða. Þrefalt klapp fyrir þeim. Þetta er náttúrulega afrek útaf fyrir sig. Á meðan heilli þjóð blæðir út fjárhagslega, hafa þessir snillingar snúið tapi síðastliðin ár uppí meiriháttar hagnað.
Ótrúlegt. Ég bara varð að segja sömu setninguna aftur með tveimur mismunandi áherslum.
í hittifyrra settu þeir íslandsmet í Tapi en hafa svo sannarlega snúið dæminu við.
ætli Hannes Smárason viti af þessu?
Heyrðu þetta á víst að vera TAP en ekki hagnaður. Las þetta vitlaust. ææ
![]() |
350 milljarða tap Stoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
á ekki að skjóta þá
gishj (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 20:53
Það er ekki glæpur að tapa peningum. Það er hins vegar glæpur að afskrifa skuldir þeirra manna sem töpuðu öllum þessum peningum. Þetta er meira en ein milljón á hvern íslending. Hugsið ykkur ef yrði afskrifaðar skuldir fóls um eina milljón, það myndi strax muna um það.
Landið (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 02:06
Gish1: Skjóta þá ? Af hverju? Ég vil frekar gefa þeim Fálkaorðuna fyrir viðskiptamódel sem gengur upp eða niður.
Landið: Hver er að tala um glæp? Ég var að lýsa aðdáun minni á viðskiptahæfileika þessa manna sem líklega hafa margra ára háskólanám á
bakinu en hafa greinilega EKKI notfært sér þá þekkingu. Vissu þessir snillingar
að allt sem fer upp kemur niður aftur? Kaupa á lágu verði og selja á háu verði?
Hvers vegna heldur fólk að Waren Buffet sé ríkasti maður í heimi?
Nei hér á íslandi öfugt farið, kaupa hátt, taka lán og kaupa ennþá hærra.
Snillingar. Ég efast um að fólk hafi lært það í háskólanum.
Svavar (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.