15.1.2009 | 21:58
Það var svosem auðvitað
Eru þeir komnir með einhverja afsökun fyrir hækkuninni?
Að sjálfsögðu hækka olíufélögin öll með tölu bensínið af því að verð á olíutunnu hefur lækkað undir $40.
Hélt fólk að þeir myndu lækka verð loksins þegar það er komið skykkanlegt verð á olíuna útí heimi? NEI, Þeir hækka það frekar. Einhver þarf að borga fyrir ofurlaun forstjóranna. Einhver þarf að borga
nýjar eldsneytisstöðvar sem poppa upp einsog gorkúlur. Einhver þarf að borga lækkunina á olíunni.
Þeir eru ekki að hugsa um almenning í landinu, hann getur blætt út. Ef almenningur þarf að keyra
þá getur hann tekið strætó. Jafnvel þó hann gangi ekki á sumum dögum og eftir kl. 23:00.
Hvenær ætla þeir að lækka verðið á bensíninu? þegar tunnan á olíunni er kominn í $25? eða $15?
Nei þá verða þeir að hækka verðið vegna þess að það eru svo miklar birgðir.
Já er það ekki sniðug afsökun, þegar olían lækkar þá eru miklar birgðir af bensíni til í landinu en þegar olían hækkar þá eru litlar birgðir til. Þegar olían lækkar þá er dollarinn svo hátt skráður að þeir geta ekki lækkað verðið. Þegar olían hækkar þá er dollarinn svo hátt skráður að þeir geta ekki annað en hækkað verðið til að geta borgað forstjórunum sín ofurlaun.
Ég er hundfúll eigandi einkabíls sem ekki getur haldið í við hækkanir á bensíni og öðrum nauðsynum vegna þess að mín laun hafa ekki hækkað til samræmis við hækkanir á lífsnauðsynum.
Hefur einhver hugsað útí það að þegar bensínið hækkar þá hækka lánin og verðbólga eykst?
AF HVERJU Í Fjandanum?
Verð á eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrheyr vel mælt hja þer og hvenar ætla þessir aumingjar að svara svona spurningum eins og menn...
maggi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.