7.4.2008 | 06:58
Það er ekki nóg....
með að olíufélögin okri á okkur með hjálp ríkisins, bíóhúsin gera það líka þó það sé ekki nauðsynlegt að
fara í bíó. Græðgin er svo mikil. Nú hættir undirritaður endanlega að fara í bíó. Það að borga 1000kr
fyrir einn miða, 300 fyrir lítið glas af kók og 350 fyrir popp er ekkert annað en græðgi.
Hættum að stunda bíóhúsin. Þau hækka alltaf þegar dollarinn hækkar en lækka ALDREI
þegar dollarinn lækkar. ALDREI. Hafið þið tekið eftir því?
Verð bíómiða að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já athyglisvert þegar þú nefnir það, þeir hafa ALLTAF hækkað, og aldrei lækkað. Þetta mun gefa byr undir bæða vængi á að fólk nýti sér torrent í meiri mæli og mæli ég með því.
Hafiði það bíóhús!
Sævar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:48
seinast þegar ég fór í bíó voru liðin einhver ár síðan síðast, þá hafði kostað 650, allavega, ég fékk sjokk þegar ég sá vini mína borga 950 einsog ekkert væri sjálfsagðara en mótmælti ekki, ég hélt að verðið væri kannski komið uppí 700 en gat ekki ímyndað mér að það færi hærra. Aldrei í lífinu myndi mér detta til hugar að borga 1000 kall eða fara aftur í bíó eftir þetta... frekar horfi ég á myndirnar beint á netinu í drullulélegum gæðum þ.e.a.s þær örfáu bíómyndir sem mann langar til að sjá, yfirleitt er þetta gamla mun betra en draslið sem er að koma út í dag.
á sínum tíma var felldur niður skattur á bíóin, einhver skemmtanaskattur, til þess að þau gætu lækkað verð, en það kom aldrei til...
halkatla, 7.4.2008 kl. 09:40
Þegar skemmtanaskatturinn var til staðar kostaði 400kr í bíó og var skatturinn 100 kr þar af.
Þegar skatturinn var svo lagður niður hækkuðu miðarnir í 500 kr af e-m ástæðum.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.4.2008 kl. 10:31
Skil ekki alveg af hverju bíómiðinn kostar meira en 800. Þegar hann kostaði 800 var dollarinn miklu, og þá meina ég miklu, dýrari enn hann er núna, tala nú ekki um í haust. Þá hafa bíóin verið að græða á 900 kr. miðunum. Og verðið á myndunum hefur ekkert hækkað úr framleiðslu. Þessi launahækkun er miklu veigaminni en það sem þeir græða á lágum dollar!
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:09
Þetta er einsog allt annað hér á íslandi, okur, græðgi og óheiðarleiki!. Það yrði gaman að sjá hagnaðar-kostnaðar tölur fyrir bíóin og t.d. 10-11, hagkaup, Fatabúðir, og ég tala nú ekki um vörur á bensínstöðvum.. Sem dæmi get ég nefnt að son of a gun mælaborðshreinsir (um 1l) kostar 120kr í usa , með álagningu í dýrri búð.. Hér kostar helmingi minni pakkning c.a. 1200-1350 seinast þegar ég ath..
Förum að sniðganga svona lagað, og hætta að láta taka okkur í þurrt rassgatið, pöntum af netinu sjálf það sem við þurfum (trúiði mér þið getið sparað STÓRT ef þið nennið að standa í því!)
Jón V (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.