28.8.2011 | 19:14
Óopinber stefna stjórnmálaflokka
Við í vinstri grænum sjáum ekki tilganginn í að halda fólki í vinnu eða redda því vinnu. Skattar einsog í sovétríkjunum gömlu virkuðu. Þar vann næstum því hver einasta vinnufær manneskja hjá ríkinu og hafði það gott. Sumir höfðu það betur en aðrir (rétt einsog hér á landi). Þetta er okkar stefna þó óopinber sé. Allir að vinna hjá ríkinu.
----------------------------------------------------
Stefna sjálfstæðisflokksins er hinsvegar þessi :
Þeir sem eiga mikið af peningum borga minna í skatta enda eru það þeir sem borga vesælingunum í þessu frábæra og ríka landi. Minna bákn meiri hagnaður, eða einsog einhver sérlega fyndin maður sagði fyrir hrun, græða á daginn, grilla á kvöldin. Ekki man ég nú alveg hver sagði þetta.
----------------------------------------------------
Stefna framsóknarflokksins: Megrun og einangrunarstefna. Við þurfum ekki á utanaðkomandi stuðningi að halda. Við getum gert þetta sjálf. Þeir sem deyja úr hungri geta átt sig.
----------------------------------------------------
Stefna Samfylkingar :
Þegar við göngum inn í ESB þá verður allt fínt og gott. Matarverð lækkar, skattar lækka, við fáum ónýtan gjaldmiðil. Útlendingar fara stunda fiskveiðar við landið (kannski ekki strax eftir inng0ngu en fljótlega á eftir. Bretar taka við búinu vegna vangoldina Icesave skuldar. þetta verður bara gaman.
-----------------------------------------------------
Er ég að gleyma einhverjum?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.