17.11.2010 | 17:45
Ástæða bensínhækkunar hjá okkar Olíukóngum
Frá samráðshópi Olíufélaganna.
Þar sem það eru fleiri og fleiri sem nýta sér almenningssamgöngur verður vart komist hjá því að hækka bensín og díselolíuverð um 2kr. Ef fleiri nýttur sér þann góða sið að nota einkabílinn til óþarfa keyrslu um hvippinn og hvappinn þá væri bensínverð lægra (lækkun um 10 aura væri raunhæf tala, sem er náttúrulega hækkun um einhverja fallega prósentutölu) og þar af leiðandi meiri mengun og svo framvegis. Við þurfum einnig að hugsa um okkar hluthafa sem ekki hafa fengið greitt fyrir skuldsetningar og lélega afkomu síðustu áratugi. Við þurfum að sýna mikinn hagnað á þessu ári og þar sem almenningur hefur meiri pening til umráða eftir að hafa fengið fyrirgreiðslu hjá sínum viðskiptabönkum. Einhver þarf að borga fyrir okkar vitleysur síðustu ára. Það verða ekki okkar hluthafar.
Með þökk fyrir lesturinn,
Samráðshópur olíufélaganna.
-----------------------------------
Höfundur vill taka það fram að þessi fréttatilkynning er eingöngu sett fram í gríni og skal tekið þannig. Engin alvara liggur að baki þessari fréttatilkynningu nema öllu gríni fylgir smá alvara.
Beðist er velvirðingar á því ef einhver tekur þessu of alvarlega og kann ekki að taka gríni.
Gagnrýna eldsneytisverðhækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.